Jóel Máni Ástuson og Pétur Kolka

UM OKKUR

Við erum 2 reyndir barþjónar með verðlaun að baki sem deilum sömu ástríðu fyrir kokteilagerð og góðri þjónustu. Við elskum að sulla og leika okkur við að hella mismunandi vökvum í glas sem leika við bragðlaukana. Eftir margra ára reynslu í kokteilagerð, á veitingastöðum, börum og í veislum, ákvaðum við að stofna Nómad, veislu-kokteilaþjónustu. Því að þar líður okkur best, að fá að fagna með fólki og bæta þeirra upplifun með faglegum og eftirminnilegum kokteilum.

Allt sem við bjóðum upp á er unnið af metnaði og með gæðin í fyrirrúmi. Við notum aðeins úrvalshráefni, handgerum öll síróp sjálfir og leggjum áherslu á ferskleika og jafnvægi í hverjum einasta drykk. Við mætum á staðinn með allan búnað og með því, svo gestir geti notið hágæða drykkja, hvar sem veislan er haldin.